AxUM Verðbréf hf. eru starfsleyfisskyldur rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020 sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið sérhæfir sig í rekstri sérhæfðra sjóða (AIF) með áherslu á hefðbundna eignaflokka fyrir hæfa fjárfesta.
Félagið rekur og stýrir sjóðum sem fjárfesta í vel þekktum eignaflokkum og býður viðskiptavinum að nýta sér kosti og sveigjanleika sem fylgja rekstrarformi sérhæfðra sjóða. Áhersla er á skýra stýringu þar sem áreiðanleiki og stöðug ávöxtun eru í fyrirrúmi.
Sem lítið sérhæft fyrirtæki reynum við að veita persónulega þjónustu og beinan aðgang að fjárfestingarteymi. Við leitumst við að byggja náið samband við viðskiptavini okkar til að skilja markmið þeirra og bjóða upp á viðeigandi fjárfestingarlausnir.
Traust og fagleg sjóðastýring