Landvættir slhf.

Landvættir slhf. er íslenskur framtakssjóður sem fjárfestir á fyrri stigum á lífsferli íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Sjóðurinn er í eigu íslenskra fag- og stofnanafjárfesta sem hafa sameiginlega sýn á kosti og nauðsyn þess að fjárfesta með ábyrgum og virkum hætti í íslenskri nýsköpun.


SJÓÐURINN LEITAR FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRA OG FAGNAR FRUMKVÆÐI - LANDVAETTIR@AXUM.IS

Landvættir slhf.


Er sérhæfður sjóður skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, í rekstri AxUM Verðbréfa hf. Sjóðurinn lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.


Sjóðurinn leitast eftir arðbærum framtaks- og áhrifafjárfestingum í íslenskum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum, með áherslu á íslenskar Landsbyggðir með það að markmiði að aðkoma hans hafi jákvæð áhrif á áætlaða uppbyggingu og vöxt viðkomand verkefnis og á endanum á starfssvæði viðkomandi verkefnis eða sjóðsins sjálfs.


Starfsfólk AxUM Verðbréfa fylgir fjárfestingareignum sjóðsins eftir með virkum hætti og hagnýtir þekkingu og tengsl félagsins til að hafa sem jákvæðust áhrif á afkomu og framgang eigna.


Sjóðurinn horfir til allt að 10 ára fjárfestingar- og úrvinnslutíma og leitar tækifæra á mismunandi stigum nýsköpunar og í mismunandi greinum og geirum. Eftir atvikum tekur sjóðurinn þátt í vaxtarverkefnum og umbreytingarverkefnum eldri fyrirtækja.


SJÓÐURINN LEITAR TÆKIFÆRA OG FAGNAR FRUMKVÆÐI - LANDVAETTIR@AXUM.IS