Um AxUM Verðbréf hf.

Traustur og faglegur rekstur sjóða


AxUM Verðbréf hf. eru starfsleyfisskyldur rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020 sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið sérhæfir sig í rekstri sérhæfðra sjóða (AIF), annars vegar með áherslu á hefðbundna eignaflokka fyrir hæfa fjárfesta og hinsvegar fyrir sérhæfða sjóði sem sinna framtaksfjárfestingum.


Félagið rekur og stýrir sjóðum sem fjárfesta í vel þekktum eignaflokkum, skráðum íslenskum og erlendum verðbréfum og sjóðum í rekstri hæfra aðila og býður viðskiptavinum að nýta sér kosti og sveigjanleika sem fylgja rekstrarformi sérhæfðra sjóða á hlutdeildarskírteinaformi. Áhersla er á skýra stýringu þar sem áreiðanleiki og stöðug ávöxtun eru í fyrirrúmi.


AxUM Vöxtur hs.

AxUM Lausafjársjóður hs.


Félagið rekur og stýrir sömuleiðis sjóðum sem sinna framtaksfjárfestingum á Íslandi


Landvættir slhf.


Sem lítið sérhæft fyrirtæki kappkostar AxUM að veita eigendum sjóða faglega þjónustu, hafa jákvæð áhrif á fjárfestingareignir eftir því sem við verður komið og hagnýta sem best sérþekkingu fjárfestingarteymis. Sjóðir í rekstri félagsins eru settir upp í samræmi við vilja og þarfir íslenskra fagfjárfesta.


Starfsfólk

Hreinn Þór Hauksson


Framkvæmdastjóri / CEO

hreinnthor@axum.is

Tómas Veigar Eiríksson


Sjóðstjóri / Fund Manager

tomas@axum.is

Stjórn

Ásgeir Örn Blöndal


Stjórn

stjorn@axum.is

Katrín Andrésdóttir


Stjórn

stjorn@axum.is

Hjörvar Maronsson


Formaður stjórnar

stjorn@axum.is

Reglur

Reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum

Reglur um meðferð kvartana

Reglur um einkaviðskipti starfsmanna

Stefnur

Starfskjarastefna

Persónuverndarstefna